
Ágúst Eðvald Hlynsson hefur samið við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kemur til liðsins frá Víking Reykjavík.
Jonas Dal, þjálfari Horsens segir að Ágúst sé spennandi leikmaður.
,,Við höfum fylgst lengi með Ágústi, hann getur spilað allar fjórar fremstu stöður á vellinum, hann er þó aðallega kantmaður. Við hlökkum til að vinna með þessum spennandi leikmanni.,“ sagði Jonas Dal í viðtali á heimasíðu Horsens.
Ágústi lýst vel á að hafa samið við Horsens.
,,Horsens virkar á mig sem góður klúbbur. Þeir eru með flottan leikvang og ég get ekki beðið eftir því að hefja vegferð mína hjá félaginu,“ sagði Ágúst í viðtali sem birtist á heimasíðu Horsens.
Ágúst spilaði 20 leiki með Víkingi R. í sumar og skoraði í þeim 4 mörk.
Velkommen til Ágúst Hlynsson 👏💛
Læs mere her 👉 https://t.co/XV0y2zEx2G#Hlynsson #Transferdk #deadlineday pic.twitter.com/bgcX3OTw9P— AC Horsens (@AC_Horsens) October 5, 2020