Diogo Dalot, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hann þurfi enn að sanna það að hann eigi skilið að byrja hjá félaginu.
Dalot er 21 árs gamall en hefur aðeins spilað 33 leiki síðan hann kom frá Porto fyrir tveimur árum.
,,Það er gott að finna fyrir sjálfstrausti á ný og að vera sannnfærður um eigið líkamsstand,“ sagði Dalot.
,,Ég mun halda áfram og sjá til þess að ég eigi skilið að spila hér. Þess vegna kom ég hingað.“
,,Ég vil verða besti hægri bakvörður sem ég get orðið fyrir Manchester United. Ég held að ég sé nógu góður og ég þarf að sanna það.“