ÍA 3-1 KA
0-1 Nökkvi Þeyr Þórisson(5′)
1-1 Stefán Teitur Þórðarson(28′)
2-1 Stefán Teitur Þórðarson(56′)
3-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson(víti, 70′)
ÍA byrjar Íslandsmót karla í knattspyrnu afar vel en liðið mætti KA í fyrstu umferð keppninnar í dag.
Leikurinn byrjaði fjöruglega en eftir fimm mínútur var Nökkvi Þeyr Þórisson búinn að koma KA yfir.
Staðan var 1-0 þar til á 28. mínútu er Stefán Teitur Þórðarson skoraði jöfnunarmark fyrir heimamenn á Akranesi.
Stefán var svo aftur á ferðinni með þrumufleyg á 56. mínútu og kom ÍA yfir, 2-1.
Tryggvi Hrafn Haraldsson gerði svo út um leikinn fyrir ÍA á 70. mínútu er hann skoraði þriðja mark liðsins úr vítaspyrnu. Lokatölur, 3-1.