Það kemur ekki til greina fyrir Atletico Madrid að nota Diego Costa og Alvaro Morata saman í fremstu víglínu.
Þetta segir Diego Simeone, stjóri Atletico, en báðir leikmennirnir munu heimta að fá spilatíma.
Það mun þó ekki gerast og þarf annar þeirra að sætta sig við bekkinn í næstu leikjum.
,,Að nota Morata og Costa saman, það er ekki eins og á undirbúningstímabilinu. Ég er ekki með lið sem getur stutt tvo framherja,“ sagði Simeone.
,,Ég vil nýta mér styrk eins þeirra þar til að þeir geta mögulega spilað saman. Þess vegna hef ég útskýrt að Alvaro og Costa spila ekki saman þegar Alvaro er heill.“