Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að Jadon Sancho verði að fara til Englands í sumar.
Að mati Hamann er Sancho of góður til að spila fyrir þýska stórliðið Borussia Dortmund í annað ár.
Fjölmörg lið eru á eftir leikmanninum en Hamann telur að hann fari á Old Trafford.
,,Toppleikmenn eins og Sancho verða alltaf eltir en hann er einfaldlega of góður til að bíða í annað ár,“ sagði Hamann.
,,Ég sé hann fara í ensku úrvalsdeildina og líklegasti kosturinn er Manchester United.“