Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, var ekki óánægður með frammistöðu sinna manna í 3-0 tapi gegn Blikum í kvöld.
Grótta var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild en verkefnið reyndist aðeins of erfitt.
,,Eldskírn okkar á Kópavogsvelli var erfið gegn erfiðum andstæðingi. Ég er þó gríðarlega stoltur af liðinu og áhorfendurnir voru frábærir í kvöld,“ sagði Ágúst.
,,Leið og við þorðum að halda boltanum og fá menn í okkur þá fannst mér við vera nokkuð góðir og einum færri líka. Ég var ánægður með liðið, menn gáfu allt í leikinn eins og við lögðum upp með.“
,,Hákon Rafn er frábær markmaður og við eigum líka Jón Ívan á bekknum. Við erum vel mannaðir og þetta er stór hópur hjá okkur. Þetta lítur vel út.“
,,Við erum brattir inn í sumarið, eldskírnin var svona og menn bjuggust við þessu.“