Zlatan Ibrahimovic framherji AC Milan er óhress með þá stöðu sem félagið er í dag, hann átti í deilum við stjórnarformann félagsins á æfingasvæðinu í gær.
Ivan Gazidis stjórnarformaður félagsins mætti á æfingasvæðið í gær og tilkynnti að laun allra yrðu lækkuð á næstu vikum. Þetta kom tveimur dögum fyrir undanúrslitaleik gegn Juventus í bikarnum.
Zlatan snéri aftur til Milan í janúar og er ósáttur með það á hvaða stað félagið er á. „Þetta er ekki eins og þetta á að vera hérna,“ sagði Zlatan.
Corriere dello Sport segir frá því að Zlatan hafi gagnrýnt ýmislegt hjá félaginu. „Af hverju léstu ekki sjá þig hérna í lengri tíma og kemur svo 48 tímum fyrir leik?,“ sagði Zlatan þegar Gazidis lét sjá sig.
Ætla má að Zlatan yfirgefi Milan á næstu vikum þegar tekst að klára tímabilið á Ítalíu.