fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Zlatan baunaði yfir yfirmann sinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. júní 2020 16:30

Zlatan Ibrahimovic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic framherji AC Milan er óhress með þá stöðu sem félagið er í dag, hann átti í deilum við stjórnarformann félagsins á æfingasvæðinu í gær.

Ivan Gazidis stjórnarformaður félagsins mætti á æfingasvæðið í gær og tilkynnti að laun allra yrðu lækkuð á næstu vikum. Þetta kom tveimur dögum fyrir undanúrslitaleik gegn Juventus í bikarnum.

Zlatan snéri aftur til Milan í janúar og er ósáttur með það á hvaða stað félagið er á. „Þetta er ekki eins og þetta á að vera hérna,“ sagði Zlatan.

Corriere dello Sport segir frá því að Zlatan hafi gagnrýnt ýmislegt hjá félaginu. „Af hverju léstu ekki sjá þig hérna í lengri tíma og kemur svo 48 tímum fyrir leik?,“ sagði Zlatan þegar Gazidis lét sjá sig.

Ætla má að Zlatan yfirgefi Milan á næstu vikum þegar tekst að klára tímabilið á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes