Flestir spá því að Valur verði Íslandsmeistari í sumar en Pepsi Max-deild karla fer af stað á laugardag þegar KR heimsækir Val.
Valur var 23 stigum á eftir Íslandsmeisturum KR í fyrra og Heimir skilur ekki hvers vegna Val er spáð þeim stóra í ár.
Meira:
Spáin fyrir Pepsi Max-deild karla – Geta sex lið barist um þann stóra?
„Þess vegna skil ég ekki að allir séu að spá því að Valur verði meistari, þú ert með KR sem pakkaði deildinni saman í fyrra. Eru með sama leikmannahóp og þá var mótið búið eftir 12 umferðir, auðvitað vonast ég eftir því að þessi spá gangi eftir,“ sagði Heimir í spjalli við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.
Heimir tók við Val í vetur og þarf að laga leik liðsins mikið frá síðasta ári ef spáin á að ganga eftir.
„Við þurfum að brúa þetta bil, við teljum okkur vera með lausnir. Við þurfum að virkja allan mannskapinn og koma honum upp á tærnar og sjá hvað það gefur okkur.“