Hannes Þór Halldórsson fékk boð frá Bodö/Glimt um að ganga í raðir félagsins en hafnaði því. Ekki kemur fram í norskum miðlum hvort Bodö/Glimt hafi rætt við Val.
Hannes hefur átt í góðu sambandi við forráðamenn félagsins eftir að hann lék með liðinu árið 2016.
„Þeir ræddu við mig en tímabilið hér heima byrjar um helgina. Ég hef fest rætur hér á landi, ég er með þriggja ára samning við Val og við stefnum á sigur í deildinni,“ sagði Hannes við norska miðla.
Hannes gekk í raðir Vals fyrir rúmu ári síðan en þessi öflugi markvörður hafði verið í atvinnumennsku í sjö ár.
Hannes ráðlagði Bodö/Glimt að sækja Joshua Smits sem var með Hannesi í NEC í Hollandi.