Knattspyrnumaðurinn Reece Thompson var á síðasta ári dæmdur í tíu ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa ráðist á unga konu sem hann átti í sambandi við. Thompson er 26 ára gamall í dag en hann hefur undanfarin ár leikið í neðri deildum Englands.
Hann á að baki leiki fyrir lið eins og York City, Guiseley og nú síðast Boston United. Thompson kom hræðilega fram við unga konu sem opnaði sig um málið á dögunum. ,,Reece lamdi mig ítrekað. Hann lamdi mig með járnstykki, braut á mér kjálkann og braut spegil á höfðinu á mér,“ sagði konan.
Lýsingar konunnar eru óhugnanlegar. ,,Hann neyddi mig til að sleikja málningu af gólfinu og svo braut hann annan spegil.“
,,Eftir það þá hugsaði ég með mér að ég myndi deyja, ég öskraði á hann að hætta eða að hann myndi drepa mig. Hann skipaði mér að setja hendurnar niður og sagði að ég ætti að taka barmsíðunum eins og alvöru kona.“