Jurgen Klopp stjóra Liverpool er að takast það að vinna ensku úrvalsdeildina fyrir félagið, draumur stuðningsmanna í fleiri ár er að verða að veruleika.
Liverpool er að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en Klopp hefur starfað í fimm ár fyrir félagið.
Leikmenn félagsins fengu trú á síðustu leiktíð þegar liðið vann Meistaradeildina og var hársbreidd frá því að vinna deildina.
Á þessum fimm árum Klopp í starfi hefur hann breytt miklu, losað sig við marga leikmenn og keypt fjölda leikmanna. Klopp hefur tekist að eyða ekki miklum fjármunum þegar kaup og sölur eru skoðaðar saman, í að búa til besta lið Evrópu.
Hér að neðan er samantekt um þetta.