Kjartan Henry Finnbogason gleymdi markaskónum þegar Vejle í næst efstu deild Danmörkur mætti Skive í gær.
Kjartan Henry hefur átt magnaða tíma í Vejle þar sem hann hefur raðað inn mörkum. Vejle tapaði leiknum í gær 2-1.
Kjartan Henry fékk ótrúlegt færi í gær til þess að skora en mistókst að koma boltanum yfir línuna. „Nei, nei, nei. Klúður ársins,“ sagði BT í Danmörku um færið.
Færið kom snemma í síðari hálfleik en Kjartan fékk boltann einn fyrir framan markið, hann hitti hins vegar ekki boltann.
Færið ótrúlega má sjá hér að neðan.