fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Þeir sem vinna með Óskari Hrafni heltast úr lestinni eða bæta sig mikið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 14:00

© 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks er ánægður í nýja starfinu. Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn þjálfari Breiðabliks í vetur og vildi fá Halldór með sér. Samstarf þeirra gekk vel í Gróttu en Halldór hefur víðtæka reynslu úr þjálfun, hann hefur starfað sem þjálfari í 13 ár. Mest í yngri flokkum en hefur verið í meistaraflokki síðustu ár.

Halldór ræðir komuna til Breiðabliks við hlaðvarp félagsins. „Það var mikið rætt og ritað hvað Óskar myndi gera, við heyrðumst nokkrum sinnum og fram á síðasta daga var hann að ákveða sig. Þegar hann ákveður að fara í Kópavoginn þá sest ég niður með Gróttu, þar er mér boðið að taka við liðinu. Það var ótrúlegt tækifæri að vera aðalþjálfari í Pepsi Max-deildinni, eftir að hafa velt þessu fyrir mér. Á þessum tímapunktu vildi ég fara í Kópavoginn og keyra á það verkefni,“ sagði Halldór i samtali við vefsíðu félagsins.

Halldór og Eysteinn framkvæmdarstjóri Blika

Halldór er ánægður með skrefið í Kópavog og hefur þetta um leikmannahóp félagsins að segja. „Besti leikmannahópur sem ég hef þjálfað.“

Samstarfs Halldórs og Óskars hefur gengið vel og hann segir Óskar með ótrúlegan metnað í starfi. „Við sjáum fótbolta með líkum augum, að lokum þá komust við alltaf að niðurstöðu sem við erum báðir mjög sáttir við. Við höfum ekki þurft að rífast, við færum rök með eða á móti. Hann er krefjandi að því leiti, hann er duglegasti maður sem ég hef kynnst á ævinni. Drifkrafturinn og dugnaðurinn sem hann sýnir í starfi, verður til þess að þeir sem vinna með honum dragast úr lestinni eða þú ferð á annað stig sjálfur. Það hefur gerst í okkar samstarfi.“

Halldór hefur mikið að segja um það hvernig fótbolta Breiðablik spilar og hvaða leikmenn spila. „Ég hef upplifað að ég sé mjög mikilvægur í teyminu, Óskar er ábyrgur og frontar þá en það er hlutverk aðstoðarþjálfara að bakka það upp. Ég hef verið ánægður með það hlutverk sem ég hef verið í síðustu ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer

Ætlar að hafna Real Madrid og City – Hefur tekið ákvörðun hvert hann fer
433Sport
Í gær

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga

Tilbúnir að lækka verðið á framherjanum öfluga