Cristiano Ronaldo og Georgina Rodrigue unnusta hans skelltu sér til Portúgals um helgina til að skoða lóðina sem parið var að kaupa sér.
Ronaldo og Georgina eru að undirbúa lífið eftir að ferli hans lýkur og hafa ákveðið að hafa fasta búsetu í Portúgal.
Ronaldo ætlar ekki að búa á Madeira eyjunni þar sem hann ólst upp heldur í litlum bæ sem heitir Cascais, rétt utan Lisbon. Fjölmiðlar í Portúgal segja frá því að Ronaldo hafi borgað 7 milljónir punda fyrir stóra lóð í Quinta da Marinha hverfinu.
Milljarður fyrir lóð þar sem Ronaldo ku ætla að byggja höll sem hann getur búið í ásamt fjölskyldu sinni að ferli loknum. Svæðið er iðulega kallað portúgalska rívíeran.
Ronaldo og Georgina stoppuðu stutt við í Portúgal, skoðuðu lóðina fengu sér að borða og flugu svo aftur heim til Ítalíu.