Það var ótti í herbúðum Manchester United í gær eftir Michael O´Neill þjálfari Stoke mætti smitaður af kórónuveirunni á æfingasvæði félagsins í gær.
Félagið ætlaði að leika sinn fyrsta æfingaleik eftir fríið til að koma sér í gang fyrir lokasprett tímabilsins.
Leikurinn var blásinn af þegar upp komst um smit O´Neill en forráðamenn United eru þess fullvissir á því að enginn hjá félaginu hafi getað smitast.
United mun hins vegar spila tvo æfingaleiki á föstudag á Old Trafford, leikmannahópnum verður þá skipt í tvennt og spila bæði lið gegn West Brom.
United hefur leik í ensku úrvalsdeildinni á föstudag í næstu viku þegar liðið heimsækir Tottenham.