fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Drykkjan hefði getað orðið hans banabiti

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Ruddock fyrrum varnarmaður Liverpool og Tottenham varð brjálaður í beinni útsendingu þegar Paul Merson vinur hans ræddi vandamál hans með áfengi við hann. Ruddock drekkur mikið en Merson hætti að drekka fyrir rúmu ári og vill hjálpa vini sínum. Ruddock er Íslandsvinur en hann kom hingað til lands og tók hraustlega á því með Liverpool klúbbnum hér á landi árið 2010.

Þeir voru mætti í sjónvarpsþáttinn Harry’s Heroes þegar allt sauð upp úr. Ruddock var að sturta í sig áfengi þegar Merson benti honum á að hann væri að glíma við vandamál.

Ruddock varð fyrst um sinn alveg brjálaður og hótaði að lemja góðan vin sinn. Hann hefur nú viðurkennt vandamálið og hefur leitað til lækna.

„Ég hef það gott í dag,“ sagði Ruddock þegar hann mætti í beina útsendingu hjá Piers Morgan í dag og ræddi stöðu mála í dag.

„Að fara í þennan þátt hefur reynst mér vel, ég vissi að kólesteról magnið væri of mikið. Þáttastjórnendur vildu svo senda mig til læknis. Ég var með hjartsláttinn í 130 slögum þegar ég var í hvíld, ég fann enginn einkenni. Stundum datt hjartað út í smá tíma og ég fann fyrir svima.“

Til að reyna að koma hjarta Ruddock í gang þá var það stoppað og sett aftur í gang. „Þeir stoppuðu í raun hjartað og gáfu mér svo stuð. Þeir segja að ég hafi verið látinn í mínútu þegar þetta fór fram.“

Hann viðurkennir drykkjuvandamál sitt. „Ég drakk mikið, ég var bara gaur. Ég hélt að ekkert kæmi fyrir mig, þetta var spark í rassinn. Þessi þáttur hjálpaði mér, þetta var áfall.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina