Neil Ruddock fyrrum varnarmaður Liverpool og Tottenham varð brjálaður í beinni útsendingu þegar Paul Merson vinur hans ræddi vandamál hans með áfengi við hann. Ruddock drekkur mikið en Merson hætti að drekka fyrir rúmu ári og vill hjálpa vini sínum. Ruddock er Íslandsvinur en hann kom hingað til lands og tók hraustlega á því með Liverpool klúbbnum hér á landi árið 2010.
Þeir voru mætti í sjónvarpsþáttinn Harry’s Heroes þegar allt sauð upp úr. Ruddock var að sturta í sig áfengi þegar Merson benti honum á að hann væri að glíma við vandamál.
Ruddock varð fyrst um sinn alveg brjálaður og hótaði að lemja góðan vin sinn. Hann hefur nú viðurkennt vandamálið og hefur leitað til lækna.
„Ég hef það gott í dag,“ sagði Ruddock þegar hann mætti í beina útsendingu hjá Piers Morgan í dag og ræddi stöðu mála í dag.
„Að fara í þennan þátt hefur reynst mér vel, ég vissi að kólesteról magnið væri of mikið. Þáttastjórnendur vildu svo senda mig til læknis. Ég var með hjartsláttinn í 130 slögum þegar ég var í hvíld, ég fann enginn einkenni. Stundum datt hjartað út í smá tíma og ég fann fyrir svima.“
Til að reyna að koma hjarta Ruddock í gang þá var það stoppað og sett aftur í gang. „Þeir stoppuðu í raun hjartað og gáfu mér svo stuð. Þeir segja að ég hafi verið látinn í mínútu þegar þetta fór fram.“
Hann viðurkennir drykkjuvandamál sitt. „Ég drakk mikið, ég var bara gaur. Ég hélt að ekkert kæmi fyrir mig, þetta var spark í rassinn. Þessi þáttur hjálpaði mér, þetta var áfall.“