Kristján Gauti Emilsson fyrrum leikmaður Liverpool og FH gæti verið að taka fram skóna og spila með Stjörnunni. Frá þessu sagði Guðmundur Benediktsson á Stöð2 Sport í kvöld.
Kristján Gauti hætti í knattspyrnu árið 2016 þá 23 ára gamall þegar hann lék með NEC í Hollandi
Kristján getur spilað sem framherji eða framliggjandi miðjumaður en hann er 27 ára gamall í dag. Á besta aldri en hefur ekkert spilað í fjögur ár.
„Ég hef heyrt þetta að Kristján Gauti sé að taka fram skóna, þetta er saga sem ég hef heyrt. Guð hjálpi manni að taka fram skóna eftir fjögur ár í dvala,“ sagði Guðmundur Benediktsson
Kristján fór ungur að árum til Liverpool og þótti mikið efni en var talsvert meiddur áður en hann hætti.