Fylkir samdi í dag við Arnór Gauta Jónsson en samningurinn er út tímabilið 2023.
Arnór Gauti er fæddur árið 2002 og spilar sem varnarmaður. Hann hefur spilað 4 leiki með yngri landsliðum Íslands.
Arnór Gauti, sem er uppalinn í Aftureldingu, hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað 28 leiki í fyrir meistaraflokki Aftureldingar í deild og bikar og skorað í þeim eitt mark.
„Knattspyrnudeild Fylkis vill þakka Aftureldingu fyrir samskiptin vegna félagaskipta leikmannsins,“ segir á vef Fylkis.