fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
433Sport

Verðstríð eftir að Síminn var sektaður um 500 milljónir: „Við skoðum alla kosti“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. júní 2020 12:54

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í stríð hjá fjarskiptafyrirtækjum nú þegar enski boltinn er að fara af stað aftur. Síminn er rétthafi af enska boltanum en fyrirtækið var sektað um 500 milljónir á dögunum. Vodafone og Nova bjóða nú áskrift á þúsund krónur.

„Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er að verðlagning Símans á Enska boltanum sem hluta af Heimilispakkanum hafi lagt stein í götu keppinauta fyrirtækisins og takmarkað möguleika þeirra til að laða til sín viðskiptavini,” sagði í niðurstöðu eftirlitsins.

Sagt er að brotinn séu til þess að styrkja stöðu Símans sem hefur sterka stöðu fyrir á fjarskiptamarkaði. Síminn hafi selt enska boltann á þúsund krónur á mánuði þegar þjónustan var hluti af heimilispakka fyrirtækisins en annars kostaði hann 4.500 krónur

Nú bjóða bæði Vodafone og Nova enska boltann á þúsund krónur sem er það verð sem Síminn hefur gefið fólki sem er með heimilispakka hjá fyrirtækinu. „Það eru frábærar fréttir að geta boðið neytendum lægra verð í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Er það von okkar að þessi verðlækkun verði varanleg og að neytendur geti nálgast vöruna á þessu verði óháð því hvaða fjarskiptafélag þeir eiga viðskipti við,“ segir Heiðar Guðjónson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Orri Hauksson forstjóri Símans segir í hádegisfréttum RÚV að Vodafone sem sé markaðsráðandi fyrirtæki sé að undirbjóða markaðinn. Vodafone borgar Símanum 3500 krónur fyrir hverja áskrif af enska boltanum sem fyrirtækið selur. „Við skoðum alla kosti,“ sagði Orri þegar hann var spurður um hvort Síminn myndi skoða að leggja fram kæru vegna málsins.

„Þetta er auðvitað sérstakt í þessu tilfelli að þarna er aðili sem hefur verið skilgreindur markaðsráðandi á mörkuðum fyrir áskriftarsjónvarp annars vegar og sjónvarpsdreifingu hins vegar og slíkir aðilar mega ekki beita skaðlegri undirverðlagningu eins og það er kallað. En ef einhver ákveður að kaupa af okkur vöru og selja á lægra verði á markaði þá er það ákvörðun viðkomandi,“ sagði Orri.

Orri sagði enn fremur að hann ætti ekki von á öðru en að Samkeppniseftirlitið tæki málið fyrir þar sem Vodafone sé markaðsráðandi fyrirtæki þegar kemur að sölu á áskriftum að sjónvarpsefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin

Harðhaus Villa reif treyju Greenwood – Sjáðu slagsmálin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
433Sport
Í gær

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag

Virðast hafa litla sem enga trú á Ten Hag
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“

Arteta virðist hafa bullandi trú: ,,Hann mun ganga frá þér“