Adam Lallana hefur skrifað undir samning við Liverpool sem gildir þangað til tímabilið á Englandi er á enda.
Lallana hefði átt að verða frjáls maður í lok júní en vegna kórónuveirunnar var deildinn sett í pásu.
Miðjumaðurinn mun að öllum líkindum ganga í raðir Leicester á frjálsri sölu í sumar.
Lallana ákvað að taka slaginn með Liverpool til að geta verið á svæðinu þegar liðið vinnur ensku úrvalsdeildina í fyrsta sinn í 30 ár.
Enski boltinn fer aftur af stað í næstu viku en Lallana hefur verið í aukahlutverki hjá Liverpool síðustu ár.