Chelsea vill kaupa Kai Havertz frá Bayer Leverkusen í sumar en Sky Sports segir frá því að félagið skoði að fá hann í sumar.
Á meðan flest fótboltafélög halda fast um budduna er Chelsea með veskið á lofti. Óvissa er með hvernig fjárhagurinn verður hjá flestum félögum vegna kórónuveirunnar.
Roman Abramovich eigandi Chelsea ætlar hins vegar að sjá til þess að Frank Lampard verði með alvöru leikmannahóp næsta vetur.
Cheslea hefur fest kaup á Hakim Ziyech frá Ajax en það var gert áður en veiran skall á. Félagið er svo að kaupa Timo Werner frá RB Leipzig fyrir um 50 millljónir punda.
Ben Chilwell bakvörður Leicester er efstur á óskalista Chelsea í sumar samkvæmt Sky en félagið skoðar nú hann og Havertz sem næstu kaup.