Vefsíðan Football365 hefur birt nokkuð umdeildan lista þar sem vefurinn tekur saman tíu ofmetnustu leikmenn í sögu fótboltans.
Þarna má finna marga frábæra leikmenn sem vefurinn telur að hafi fengið meira hrós en þeir áttu skilið að fá.
Þarna má finna Paul Scholes sem átti magnaðan feril með Manchester United og þarna má finna Neymar sem hefur gert vel.
Toppsætið kemur svo mörgum á óvart en þar má finna einn besta knattspyrnumann sögunnar.
Tíu ofmetnustu:
10) Hulk
9) Hidetoshi Nakata
8) Paul Scholes
7) Neymar
6) Philippe Coutinho
5) Georgi Kinkladze
4) Claude Makelele
3) Roberto Carlos
2) David Ginola
1) Pele