Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði Arsenal býr í alvöru húsi í úhtverfi London með fjölskyldu sinni.
Framherjinn frá Gabon hefur komið sér vel fyrir í London og bauð MTV í heimsókn.
Hann fór yfir það hvernig hann býr en móðir hans býr hjá fjölskyldunni og sér um að elda fyrir alla.
Aubameyang hefur verið öflugur fyrir Arsenal en gæti farið í sumar, hann neitar að skrifa undir nýjan samning og á bara ár eftir af samningi sínum.
Hér að neðan er myndskeið þar sem Aubameyang fer í ferðalag um húsið sitt.