fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Selfyssingar stefna á toppinn: „Ég er búinn að skíta á bitann síðustu tvö ár“

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 8. júní 2020 14:00

Mynd/Ernir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við áttum klárlega von á því að vinna þennan leik,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu. „Við berum að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir Íslandsmeisturunum sem eru með mjög gott lið en við teljum okkur vera með mjög gott lið þannig að við förum í alla leiki til að vinna þá,“ segir Alfreð.

Bikarmeistarar síðasta árs, Selfyssingar, eru meistarar meistaranna eftir 1-2 sigur á Íslandsmeisturum Vals. Þær Tiffany McCarty og fyrirliðinn Anna María Friðgeirsdóttir skoruðu mörk Selfyssinga. Elín Metta Jensen skoraði mark Vals.

„Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að sjá eftir Covid að við erum ekkert rosalega langt á eftir þessum liðum. Maður er rólegri eftir þennan leik en svo veit maður ekkert hvernig hin liðin eru“ segir Alfreð, ánægður með að boltinn sé byrjaður að rúlla á ný.

„Við stefnum ekki á annað sætið“

Selfyssingar hafa verið að byggja upp liðið frá því að Alfreð tók við. Hann er að fara með liðið inn í sitt fjórða tímabil. „Við erum gríðarlega ánægð með hópinn sem við erum búin að byggja upp, þetta er búið að taka langan tíma en þetta er að smella. Það er ekki bara þetta ár heldur síðustu þrjú ár. Stelpurnar eru búnar að fá reynslu og vonandi smellur þetta saman með þessum reynslumeiri leikmönnum.“

Frá því Alfreð tók við liði Selfoss hefur árangurinn alltaf orðið betri með hverju ári. Alfreð segir allt þurfa að ganga upp ætli þær sér að verða Íslandsmeistarar. „Við þurfum að vera heppin með meiðsli og að sjálfsögðu ætlum við að gera okkar allra besta og reyna að bæta okkar árangur frá því í fyrra. Við stefnum ekki á annað sætið.“

„Búinn að skíta á bitann síðustu tvö ár“

Selfyssingar fengu tvo leikmenn fyrir tímabilið frá Bandaríkjunum. Alfreð er ánægður með þær og segist loksins hafa fundið góðan erlendan framherja. „Persónulega er ég búinn að skíta á bitann síðustu tvö ár. Ég er búinn að fá framherja sem eru ekki búnar að standa sig nógu vel og ég tek það algjörlega á mig. Í ár fann ég reynslumikinn framherja sem hefur gert þetta áður og á að kunna að skora mörk.“

Bandaríski framherjinn heitir Tiffany McCarty og er hún þrítug. Tiffany hefur spilað í Japan, Noregi og í Bandaríkjunum í fimm ár. Hún spilaði með Dagnýju Brynjarsdóttur í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og á markametið í skólanum þeirra með 64 mörk í 98 leikjum. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í sigrinum á Val og er því strax byrjuð að stríða andstæðingum Selfyssinga.

Alfreð segir Selfyssinga alltaf hafa verið með góðan markmann og það er engin breyting á því núna. „Kaylan Marckese er frábær karakter, gerir vel á æfingum og er talin ein af þeim efnilegri í Bandaríkjunum. Hún er frábær stelpa og hún hefur hjálpað okkur mikið.“

Ungu leikmennirnir engir aukvisar

Í bland við reynslumikla leikmenn voru þrjár stelpur fæddar eftir árið 2000 í byrjunarliði á móti Val. Alfreð segir ekki skipta máli hvenær leikmenn eru fæddir ef þeir eru góðir. „Clara er náttúrulega leikjahæsti landsliðsmaður yngri landsliðanna og með gríðarlega reynslu þrátt fyrir að vera ung. Barbára er með mikla reynslu í undir 19 ára landsliðinu. Áslaug er komin með fína reynslu, spilaði mikið í fyrra og búin að vera fyrirliði undir 17 ára landsliðsins. Þetta eru engir aukvisar þó þær séu ungar.“

Allir leikir erfiðir í sumar

Fyrsti leikur Selfyssinga í Pepsí max deildinni er á laugardaginn á móti Fylki. Alfreð býst við erfiðum leik. „Þær eru aldeilis búnar að safna sér liði. Fengu unglingalandsliðsstelpur frá Keflavík og eru með ótrúlega góðan þjálfara. Það hefur líka verið stígandi hjá þeim undanfarin ár. Það er greinilega verið að gera góða hluti í Árbænum. Þetta verður erfiður leikur til að byrja á eins og reyndar allir leikirnir verða í sumar.“

Alfreð býst við spennandi deild í ár. „Við, Fylkir og KR eru líklega öll lið sem ætla sér að veita Breiðablik og Val samkeppni. Ég held líka að Þróttarar muni koma á óvart. Þær eru með gríðarlega flottan þjálfara sem veit hvert hann vill stefna og er vel skipulagður. Ég hef miklar mætur á honum,“ segir Alfreð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa