Liverpool er tveimur sigrum frá því að vinna ensku úrvalsdeildina með ótrúlegum yfirburðum, magnaður árangur og enn merkilegri þegar eyðsla félaga er skoðuð.
Liverpool hefur á síðustu fimm árum eytt rúmlega 100 milljónum punda meira í leikmannakaup en félagið hefur selt leikmenn fyrir. Liverpool hefur verið duglegt að selja leikmenn á góðu verði en á sama tíma keypt öfluga menn í stað þeirra.
Á sömu árum hefur Manchester City eytt 600 milljónum punda meira en félagið hefur selt fyrir. Manchester United hefur eytt tæpum 500 milljónum punda í leikmenn og það hefur engum árangri skilað.
Liverpool er í fjórtánda sæti yfir eyðslu á síðustu fimm árum þegar kemur að liðum í ensku úrvalsdeildinni.