fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Líkurnar á að Emil fari Í FH aukast

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. júní 2020 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að ákveða að blása af tímabilið í Seriu C þar sem Emil Hallfreðsson leikur með Padova í þeirri mynd sem það var. Emil er sterklega orðaður við FH.

Ef marka má fréttir dagsins þá fara Monza, Vicenza og Reggina up um deild. Þau voru í efstu þremur sætunum þegar deildin fór í pásu. Stefnt er á að spila umspil um fjórða sætið sem fer upp. Verið er að útfæra hvernig það verður ákvarðað með formúlu sem verið er að setja saman.

Beðið hefur verið eftir fréttum af þessu en stefnt er að því að klára tímabilið í Seriu A og B en ekki í C-deildinni.

Möguleiki er á að Emil fari til Ítalíu til að taka þátt í umspili en þetta kemur betur í ljós á næstu dögum. Emil og félagar gætu tapað í fyrstu umferð og Emil þar með verið laus allra mála nokkuð fljótt.

Emil gekk í raðir Padova á síðasta ári og hafði átt ágætis spretti með liðinu. Emil er búinn að vera atvinnumaður í 15 ár en hann lék með FH áður en hann hélt út, hann hefur átt frábæran feril með landsliði og félagsliði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa