fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Íslandsvinur í fangelsi fyrir að hósta á lögregluna og segjast vera með veiruna – „Þið eruð öll þrælar“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. júní 2020 19:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Hurst, fyrrum leikmaður ÍBV og Vals hefur verið í gæsluvarðhaldi í Skotlandi frá því í apríl. Hurst hóstaði á tvö lögreglumenn og sagðist vera með kórónuveiruna.

Þessi öflugi varnarmaður var einn besti leikmaður Íslands þegar hann lék með ÍBV árið 2010, hann lék svo með Val 2013 og 2014.

Hurst þótti gríðarlegt efni og lék ungur að árum með West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Ferill hans hefur farið hratt niður á við.

BBC segir frá málinu og segir að atvikið hafi átt sér stað í Glasgow í apríl. Hann hefur viðurkennt brot sitt.

Hurst hafði samband við lögregluna og sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi. Hurst hafði þá verið eftirlýstur fyrir annað atvik og var handtekinn.

„Hann öskraði þá að hann væri með kórónuveiruna, og sagðist ætla að hósta og hrækja á þá,“ sagði saksóknari í Glasgow.

„Hann byrjaði að hósta á meðan þeir voru að reyna að koma honum í handjárn. Hann öskraði á þá, hann sagði að allir Skotar væru þrælar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa