Enn er möguleiki á því að Emil Hallfreðsson spili með FH í sumar en hann er samningsbundinn Padova á Ítalíu. Samnnigur Emils er til 30 júní en ef deildin verður kláruð mun hann líklega framlengja hann.
Emil hefur æft og spilað með FH í vetur en félagið heldur í þá von að þessi íslenski landsliðsmaður komi heim í Krikann. „Er þetta ekki pínu truflandi, truflar þetta undirbúninginn?,“ spurði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi Dr. Football
Mikael Nikulásson segir að umræðan um Emil trufli ekkert og að FH sé ekki að gera ráð fyrir honum. „Ég held að þetta trufli ekkert, þeir eru ekki að búast við honum. Hann kemur inn sem bónus.“
Hjörvar segir að árið sé stórt fyrir Ólaf Kristjánsson í sumar, hann er á leið inn í sitt þriðja tímabil sem þjálfari FH. „Risa ár fyrir Óla Kristjáns, hann þarf að ná einhverju í sumar. Vitum að hann er frábær þjálfari, það þarf eitthvað að gerast.“
Emil er búinn að vera atvinnumaður í 15 ár en hann lék með FH áður en hann hélt út, hann hefur átt frábæran feril með landsliði og félagsliði.