Föstudagur 22.nóvember 2019
433Sport

Leggur til að Gylfi verði í holunni: Hefur ekki trú á gæðum Iwobi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom talsvert á óvart þegar Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton, gegn West Ham um liðna helgi. Gylfi eins og fleiri leikmenn Everton hafði ekki spilað vel, Marco Silva, stjóri Everton fór í breytingar.

Everton vann 2-0 sigur á West Ham en Gylfi kom inn af bekknum og skoraði geggjað mark undir lok leiksins.

Alex Iwobi byrjaði í stöðunni sem Gylfi leikur iðulega í, hann var öflugur en Darren Bent efast um hann í þessari stöðu.

,,Það vilja allir hafa Iwobi í sínu liði, hann leggur mikið á sig. Ef þú ætlar að spila í holunni, þá verður þú að hafa meiri gæði á boltann. Hann velur of oft rangan kost,“ sagði Bent, sem var öflugur framherji á sínum tíma.

,,Ef þú ætlar að spila með leikmann þarna, þá verður það að vera einhver eins og Gylfi Þór.“

,,Hann hefur tæknina, sem sást í öðru markinu. Hann getur verið í holunni. Iwobi er draumur þjálfarans en hann skortir gæðin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“

Mourinho sendi Kane smáskilaboð: „Þú ert besti framherji í heimi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun

Örlög Íslands koma í ljós snemma á morgun
433Sport
Í gær

Mourinho fær ekki krónu í janúar

Mourinho fær ekki krónu í janúar
433Sport
Í gær

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“

Mourinho kennir Chelsea og United um: ,,Þessi akademía framleiðir alltaf leikmenn fyrir aðalliðið“