Þriðjudagur 12.nóvember 2019
433Sport

Keane sagði ungum krakka að fara til fjandans: Var á leið í stríð

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram á sunnudag á Old Trafford í Manchester. Manchester United fékk þá Lierpool í heimsókn en leiknum lauk með jafntefli. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Liverpool tapar stigum í deildinni. Marcus Rashford skoraði fyrsta mark leiksins fyrir United nokkuð seint í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 þar til á 85. mínútu en Adam Lallana tryggði gestunum þá eitt stig. Lokastaðan, 1-1.

Fyrir leik mátti sjá leikmenn United og Liverpool faðmast og kyssast í göngunum, um var að ræða Fred og Andreas Pereira hjá Manchester United og Roberto Firmino og Fabinho hjá Liverpool. Allir koma þeir frá Brasilíu og ekki útilokað að þeir séu talsvert að eyða tíma saman utan vallar, Roy Keane fyrrum fyrirliða United blöskraði þetta. Hann sjálfur var og er harðhaus af gamla skólanum, þar kaupa menn ekki svona „vitleysu“.

,,Þú ert á leið í stríð, faðmlög og kossar. Ekki horfa á þá,“ sagði Keane reiður.

Steve Sidwell sem átti farsælan feril var boltastrákur hjá Arsenal þegar hann var yngri, hann var í unglingaliði félagsins og vildi áritun frá Keane. ,,Ég get skilið hvað Roy Keane var að segja,“ sagði Sidwell.

,,Ég man eftir því þegar ég var ungur drengur hjá Arsenal, ég var á Highbury með leikskrá og hann sagði mér að fara til fjandans. Hann væri að fara í stríð við Arsenal.“

,,Þetta voru þröng göng og í dag get ég skilið hvað hann var að meina. Þeir voru að mæta keppinautum sínum.“

Umræðuna má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur Sigurðsson í FH

Baldur Sigurðsson í FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert Brynjar í Kórdrengi

Albert Brynjar í Kórdrengi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 130 milljónir

Seðill vikunnar: Sérfræðingur velur táknin fyrir þig – 130 milljónir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru þeir 50 bestu í bestu deild í heimi: Afar góðmennt á toppnum

Þetta eru þeir 50 bestu í bestu deild í heimi: Afar góðmennt á toppnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fullyrða að Baldur Sig sé á leið í FH: Er Pétur Viðarsson að hætta?

Fullyrða að Baldur Sig sé á leið í FH: Er Pétur Viðarsson að hætta?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Svona refsa Tyrkir okkur Íslendingum fyrir þvottaburstann í sumar

Svona refsa Tyrkir okkur Íslendingum fyrir þvottaburstann í sumar
433Sport
Í gær

Íhugar að velja Malí frekar en Spán – Valinn í fyrsta sinn

Íhugar að velja Malí frekar en Spán – Valinn í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu bilunina í efstu deild Þýskalands: Keyrði þjálfara andstæðingsins niður – Slagsmál brutust út

Sjáðu bilunina í efstu deild Þýskalands: Keyrði þjálfara andstæðingsins niður – Slagsmál brutust út