fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Eftir að Solskjær tók við: Flest stig, flest mörk, fæst á sig

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Tottenham fékk lið Manchester United í heimsókn. Það var boðið upp á mjög skemmtilegan leik á Wembley en aðeins eitt mark var þó skorað.

Það gerði Marcus Rashford fyrir gestina í rauðu en hann skoraði eina mark leiksins eftir laglega sókn í fyrri hálfleik. Tottenham fékk svo sannarlega færi til að jafna metin en David de Gea var ótrúlegur í marki United.

Spánverjinn varði alls 11 skot í leiknum en kollegi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, þurfti einnig nokkrum sinnum að vera á tánum. United er enn í sjötta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Arsenal sem situr í fimmta sæti.

Gengi United hefur verið frábær undir Ole Gunnar Solskjær og var liðið að vinna sinn sjötta leik í röð.

Liðið hefur unnið fimm leiki í deildinni, ekkert lið hefur gert það á sama tíma. United hefur skorað fimmtán mörk en það er það mesta í deildinni, þá hefur liðið aðeins fengið á sig þrjú sem er það minnsta í deildinni.

Solskjær er aðeins að stýra United tímabundið en með sama áframhaldi er líklegt að hann fái starfið til framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag
433Sport
Í gær

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur

Svona er Ruben Amorim sagður horfa á miðsvæðið hjá United í vetur
433Sport
Í gær

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun