fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433

Leikmenn Barcelona komnir með nóg – Aðeins einn baðst afsökunar

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. september 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Barcelona eru komnir með nóg af stjóra sínum Ernesto Valverde samkvæmt spænskum miðlum.

Barcelona hefur byrjað tímabilið illa og er aðeins með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina.

Börsungar töpuðu 2-0 gegn Granada á útivelli í gær en það eru úrslit sem eru ekki ásættanleg.

Aðeins einn leikmaður Barcelona, Frenkie de Jong, bað stuðningsmenn afsökunar á spilamennsku liðsins, aðrir fóru í klefann.

Valverde virðist vera búinn að missa búningsklefann og gæti stjórn félagsins breytt til.

Barcelona vann þó spænska titilinn á síðustu leiktíð en var ekki sannfærandi í Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður