fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Sveppi hitti Mourinho og upplifunin var ‘hræðileg’: ,,Ég hugsaði bara, hvað er að þessum gæja?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 20:55

Úr þáttunum Gudjohnsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og hann er kallaður var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem er í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar.

Sveppi er landsmönnum kunnur en hann hefur lengi verið einn ástsælasti grínisti landsins og er þá góðvinur Eiðs Smára Guðjohnsen.

Sveppi og Eiður sáu um sjónvarpsþættina Gudjohnsen þar sem farið er yfir magnaðan knattspyrnuferil Eiðs.

Þeir ræddu á meðal annars við Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea en hann og Eiður voru saman þar á sínum tíma.

Sveppi segir að sú upplifun hafi verið hræðileg og hefur það mikið að gera með slæma enskukunnáttu.

,,Það var hræðilegt sko. Ég er svo lélegur í ensku, mér finnst ég ágætur sko en dóttur minni finnst ég lélegur. Hún er betri en ég í ensku og hún er 15 ára, það er óþolandi,“ sagði Sveppi.

,,Svo er Eiður eins og innfæddur og honum finnst ég tala.. Hann hristir bara hausinn þegar ég byrja að tala ensku. Ég verð svo meðvitaður um það hvað honum finnst ég asnalegur og ég verð stressaður sjálfur.“

,,Þess vegna var ég svona stressaður að tala við Mourinho. Hann er líka bara.. ég fann líka á Eið Smára að hann var sjálfur stressaður.“

,,Hann var að spyrja mig bara hvað ég ætlaði að ræða við Mourinho. Ég sagði að við myndum bara spjalla eitthvað við hann. Ég ætlaði bara að leyfa því að koma og ef það sést að ég er stressaður þá er það bara jákvætt. Ef það sést hvað ég er lélegur í ensku hjá Mourinho þá er það partur af öllu þessu ferli.“

,,Mér var alveg sama. Ég ætlaði bara að fara út í þetta og ég fann á Eið að hann vildi samt ekki að þetta yrði eitthvað kjánalegt. Hann er svo hræddur oft við það, þegar hann er með mér. Hann veit ekkert hvað bíður hans.“

,,Presensin sem kemur með Mourinho er líka svo mikill. Ég á mynd af mér heilsa Mourinho og hann horfir ekki einu sinni í augun á mér. Hann horfði bara á Eið Smára. Ég hugsaði bara ‘hvað er að þessum gæja maður!’.“

Nánar má heyra viðtalið við Sveppa hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslenskur landsliðsmaður og allir hans samherjar liggja undir grun: Sakaðir um veðmálasvindl

Íslenskur landsliðsmaður og allir hans samherjar liggja undir grun: Sakaðir um veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst

Myndbandið sem allir héldu að væri ekta: Sjáðu hvað átti að hafa gerst
433Sport
Í gær

Furðuleg ummæli Mbappe vekja athygli: Fer hann frá París?

Furðuleg ummæli Mbappe vekja athygli: Fer hann frá París?
433Sport
Í gær

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar

Þetta eru tíu bestu framherjar ensku úrvalsdeildarinnar
433Sport
Í gær

Hjörvar og félagar kafa aftur ofan í mál Gary Martin: Endalaust af sögum – ,,Það er bara lygi“

Hjörvar og félagar kafa aftur ofan í mál Gary Martin: Endalaust af sögum – ,,Það er bara lygi“
433Sport
Í gær

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð

Klopp gaf gott frí: Núna hefst alvaran í æfingaferð