fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433

Ferguson ræður miklu þessa stundina: Solskjær ræðir byrjunarliðið og leikplan við hann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í gær er Tottenham fékk lið Manchester United í heimsókn. Það var boðið upp á mjög skemmtilegan leik á Wembley en aðeins eitt mark var þó skorað.

Það gerði Marcus Rashford fyrir gestina í rauðu en hann skoraði eina mark leiksins eftir laglega sókn í fyrri hálfleik. Tottenham fékk svo sannarlega færi til að jafna metin en David de Gea var ótrúlegur í marki United.

Spánverjinn varði alls 11 skot í leiknum en kollegi hans hjá Tottenham, Hugo Lloris, þurfti einnig nokkrum sinnum að vera á tánum. United er enn í sjötta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Arsenal sem situr í fimmta sæti.

Gengi United hefur verið frábær undir Ole Gunnar Solskjær og var liðið að vinna sinn sjötta leik í röð.

Manchester Evening News segir frá því að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United hafi miklu meira að segja um málin en flestir halda.

MEN segir að Ferguson sé að aðstoða Solskjær við að velja byrjunarliðið, hvernig vinna eigi andstæðinga sína.

Ákvörðunin liggur á endanum hjá Solskjær en hann sækir ráð sín hjá Ferguson, það sást best í því þegar Ferguson mætti á æfingasvæði félagsins á dögunu og ræddi við leikmenn.

Solskjær hefur ekki verið að fela það að hann leitar í bækur Ferguson sem hætti sem stjóri United árið 2013. Solskjær lék lengi undir hans stjórn og veit hvað virkar best.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 15 klukkutímum

Þægilegt fyrir Akureyringa en jafnt í nágrannaslagnum

Þægilegt fyrir Akureyringa en jafnt í nágrannaslagnum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra

Botnlaus eyðsla Arteta án þess að vinna titla – Svona er samanburðurinn við aðra