

Guilem Balague séfræðingur Sky Sports segir að Real Madrid hafi ekki áhuga á Paul Pogba í sumar.
Real Madrid ætlar að styrkja lið sitt mikið í sumar en mun ekki hafa fjármuni í Pogba að mati Balague.
Real mun setja mikið púður í sóknarlínu og vörn sína en miðjan er sterk fyrir.
,,Real Madrid mun ekki hafa fjármuni í Pogba eftir að þeir hafa krækt í sín helstu skotmörk,“ sagði Balague.
,,Florentino Perez forseti Real Madrid er ekki að horfa til hans.“