

Paul Joyce blaðamaður á Englandi sem er vel tengdur Liverpool segir félagið ekki lengur hafa áhuga á Alisson markverði Roma.
Jurgen Klopp hefur verið að skoða í kringum sig hvort kaupa eigi nýjan markvörð.
Liverpool hefur skoðað Alisson hjá Roma en nú er sagt að ítalska félagið heimti 60 milljónir punda.
Það ku vera of hár verðmiði að mati Klopp sem er nú sagður ætla að treysta á Loris Karius.
Karius hefur verið að spila vel á síðustu vikum og fær traustið á næstunni.