

Romelu Lukaku framherji Manchester United lofar því að spila einn daginn aftur með Anderlecht.
Þar ólst Lukaku upp áður en hann hélt til Englands. Hann lék fjölda leikja ungur að árum með aðalliði félagsins.
,,Draumur minn var alltaf að spila fyrir Anderlecht,“ sagði framherjinn.
Hann hefur á Englandi leiki með Chelsea, West Brom, Everton og nú Manchester United.
,,Áður en ferilinn er á enda þá sný ég aftur, það er loforð. Ég átti magnaða tíma þarna.“