

ArsenalFanTV er eitthvað sem vekur oft mikla athygli og hefur gert síðustu ár.
Hector Bellerin varnarmaður Arsenal hefur ekki mikið álit á þessum mönnum.
,,Ég held að það séu ekki margir leikmenn sem fara á netið og skoða ArsenalFanTV,“ sagði Bellerin.
,,Þetta kemur stundum á tímalínu hjá mér, ég á vini sem koma oft og segja manni frá þessu.“
,,Það er rangt af þessu fólki að kalla sig stuðningsmenn, þeir reyna að græða á því að okkur gangi illa. Hvernig ertu stuðningsmaður?.“
,,Þeir eru bara að reyna að búa sér til peninga.“