

Sergio Aguero, framherji Manchester City hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.
Hann var magnaður í janúar og skoraði fimm mörk fyrir City í ensku úrvalsdeildinni.
Þá skoraði hann þrennu í 3-1 sigri City á Newcastle þann 20. janúar síðastliðinn.
Aguero hefur verið sjóðandi heitur í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og hefur hann skorað 21 mark í deildinni.