West Ham er tilbúið að borga 20 milljónir punda fyrir Morgan Schneiderlin, miðjumann Everton en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
David Moyes, stjóri West Ham er með alla arma úti þessa dagana og leitar nú leiða til þess að styrkja liðið.
Hann tók við liðinu í haust af Slaven Bilic og situr liðið í dag í ellefta sæti deildarinnar með 26 stig.
Schneiderlin hefur ekki átt fast sæti í liði Everton síðan að Sam Allardyce tók við en hann kom til liðsins frá Manhcester United í janúar 2017.
Það var Ronald Koeman, fyrrum stjóri hans hjá Southampton sem fékk hann til Everton en hann var rekinn síðasta haust.