Daniel Sturrige, framherji Liverpool gæti verið á leiðinni til Newcastle en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Framherjinn hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan að Jurgen Klopp tók við á Anfield.
Hann vill fá að spila meira til þess að eiga möguleika á því að fara með Englandi á HM í Rússlandi.
Sturridge hefur verið sterklega orðaður við Inter Milan að undanförnu og virtist allt benda til þess að hann væri á leiðinni til Ítalíu.
Hann gæti nú verið á leið til Newcatle á láni en Liverpool vill fá í kringum 30 milljónir punda fyrir hann.