David Sullivan og David Gold fengu öskureiða stuðningsmenn félagsins yfir sig í gær.
West Ham tapaði gegn Wigan í enska bikarnum og voru stuðningsmenn West Ham sem gerðu sér ferð á leikinn ekki glaðir.
Stuðningsmenn West Ham eru ekki sáttir með að félagið hafi aðeins náð í Joao Mario í þessum mánuði.
Mario kom á láni frá Inter en West Ham borgar 2 milljónir punda í lánsfé og borgar honum 100 þúsund pund á viku.
Stuðningsmenn West Ham lásu yfir David Sullivan og David Gold þegar þeir hittu á þá fyrir utan völlinn.