Diario Gol segir frá því í dag að Gareth Bale vilji halda aftur í ensku úrvalsdeildina. Sagt er að hann vilji fara til Manchester United.
Bale hefur unnið Meistaradeildina í þrígang með Real Madrid á tíma sínum á Spáni.
Kantmaðurinn er sagður hins vegar vilja komast heim til Bretlandseyja eftir erfiða tíma.
Bale hefur verið að glíma við mikið af meiðslum sem hafa gert lífið erfitt.
Diario Gol segir að forseti Real Madrid hafi sætt sig við það að Bale vilji fara en hann vill helst fá David De Gea í skiptum fyrir hann frá Manchester United.