fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433

Mauricio Pochettino: Við munum sakna stiganna í vor

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. janúar 2018 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Davinson Sanchez kom heimamönnum yfir með klaufalegu sjálfsmarki á 15. mínútu en Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham, þremur mínútum síðar.

Gestirnir sóttu án afláts í síðari hálfleik en heimamenn vörðust afar vel og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham var mjög svekktur með að vinna ekki leikinn.

„Þetta var jafn leikur, við vorum meira með boltann en náðum ekki að skapa okkur nægilega mikið til þess að vinna leikinn. Þetta var ekki frábær frammistaða hjá okkur en völlurinn var ekki að hjálpa okkur heldur,“ sagði stjórinn.

„Bæði lið börðust allan leikinn og ég verð að hrósa Southampton. Við vorum samt sem áður ekki að hjálpa okkur sjálfum, við gerðum mörg mistök og þegar að þú gerir mörg mistök þá vinnur þú ekki leiki.“

„Southampton mun klifra upp töfluna en það er sárt að tapa þessum stigum því þau gætu skipt máli í vor enda er baráttan mjög hörð hjá efstu liðunum. Það er mjög erfitt að finna leikmann sem mun hjálpa þér síðustu þrjá mánuðina, fyrir okkur í það minnsta,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar