

Swansea heimsótti Sheffield Wednesday í enska bikarnum í dag en um er að ræða 16 liða úrslit.
Swansea hefur verið á flugi í ensku úrvalsdeildinni en Sheffield Wednesday er í næst efstu deild.
Leiknum í dag lauk með markalausu jafntefli en nokkur góð færi litu dagsins ljós.
Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora og þurfa liðin því að mætast aftur á Liberty vellinum.