

Liverpool er byrjað að skoða það hvernig á að styrkja miðju sína í sumar ef Emre Can fer.
Can verður samningslaus í sumar og hefur ekki viljað krota undir nýjan samning.
Þessi öflugi þýski miðjumaður hefur verið lykilmaður undir stjórn Jurgen Klopp.
Liverpool er byrjað að horfa í kringum sig og segja ensk götublöð að Victor Wanyama miðjumaður Tottenham vekji áhuga Klopp.
Wanyama er að mestu varaskeifa hjá Tottenham þessa stundina og gæti því farið frá félaginu í sumar.
Wanyama skoraði draumamark gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á dögunum í 2-2 jafntefli á Anfield.