

Fjórir leikmenn í aðalliði West Brom eru grunaðir um að hafa rænt leigubíl í Barcelona.
West Brom var að koma úr æfingarferð á Spáni þar sem eitt kvöld var skemmtikvöld.
Þar voru fjórir leikmenn í gír og eru sakaðir um að hafa stolið leigubíl.
,,Félagið getur staðfest að fjórir leikmenn aðalliðsins voru í atviki á Spáni,“ sagði í yfirlýsingu West Brom.
Ensk blöð segja að um sé að ræða Gareth Barry, Jonny Evans, Jake Livermore og Boaz Myhill.
