

Paul Ince, fyrrum fyrirliði Manchester United kennir Alexis Sanchez um slæma spilamennsku Paul Pogba að undanförnu.
Sanchez kom til félagsins í janúarglugganum í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan en Sanchez er orðinn launahæsti leikmaður liðsins.
Pogba hefur ekki spilað vel í undanförnum leikjum og byrjaði meðal annars á bekknum í 2-0 sigri liðsins á Huddersfield í byrjun mánaðarins.
„Síðan Sanchez kom til félagsins virðist sjálfstraust Pogba hafa farið niður á við,“ sagði Ince.
„Hann er nánast óþekkjanlegur. Pogba var aðalmaðurinn á Old Trafford áður en Sanchez kom en hann er það ekki lengur. Hann var sá leikmaður sem allir voru að tala um.“
„Þegar að þú spilar fyrir Manchester United þá ertu frábær leikmaður. Allir leikmenn liðsins eru magnaðir knattspyrnumenn og þeir eiga að geta spilað saman,“ sagði Ince að lokum.