Daniel Sturridge er á leið í læknisskoðun hjá WBA en það er John Percy, blaðamaður hjá Telegraph sem greinir frá þessu.
Sturridge hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu og var síðast orðaður við Newcastle í dag.
Þá hefur Inter Milan einnig sýnt því áhuga að fá hann en hann hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan Jurgen Klopp tók við á Anfield.
Hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en hann vill fara með Englandi á HM í Rússlandi, næsta sumar.