Roma hefur hafnað tilboði frá Liverpool í Alisson Becker, markmann liðsins en frá þessu greina ítalskir fjölmiðlar.
Liverpool hefur verið í vandræðum með markvarðastöðuna hjá sér, undanfarin ár en þeir Simon Mignolet og Loris Karius hafa varið mark liðsins, undanfarin ár.
Báðir hafa gert sig seka um slæm mistök á leiktíðinn en Karius er orðinn aðalmarkmaður liðsins.
Becker hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu en það verður að teljast ólíklegt að félagið nái að klára kaupin á honum fyrir miðvikudaginn.
Ekki hefur verið gefið upp hvað Liverpool á að hafa boðið í markmanninn en það er talið vera í kringum 15 milljónir punda.